Hagnaður IKEA jókst um 20%

AFP

Hagnaður IKEA jókst um 20% á árinu. Sala jókst á öllum markaðssvæðum fyrirtækisins en mestur var vöxturinn í Kína, Kanada, Póllandi og Ástralíu.

Að sögn fyrirtækisins er enn unnið að því að fjölga verslunum IKEA um allan heim, m.a. í Indlandi og Serbíu. Þá stendur til að leggja aukinn kraft í netverslun IKEA.

Vitnað er í Peter Agnefjall, framkvæmdastjóra IKEA Group, sem segir næg tækifæri fyrir IKEA til þess að stækka í þeim löndum sem þeir starfa. Rúmlega 783 milljónir manns fara í IKEA-búðir á ári og 2,1 milljarður í netverslunina. Agnefjall segir þetta aðeins byrjunina á „ferðalagi IKEA“.

Tekjur félagsins námu 35,07 milljörðum evra á árinu eða um 4.130 milljörðum íslenskra króna og er það aukning um 2,4 milljarða evra milli ára. Mesta salan var í Þýskalandi, Bandaríkjunum, Frakklandi, Bretlandi og Svíþjóð.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK