Kaupir meirihluta í Inkasso

Georg hefur starfað sem forstjóri Inkasso í tvö ár.
Georg hefur starfað sem forstjóri Inkasso í tvö ár.

Georg Andersen, forstjóri Inkasso, hefur keypt meirihluta í fyrirtækinu af Haraldi Leifssyni. Gengið hefur verið frá kaupum Georgs á 55,42% hlut í Kaptura, móðurfélagi Inkasso. Kaupandi er félag sem er alfarið í eigu Georgs. Fyrir átti Georg 4% í Inkasso og er hann því orðinn stærsti eigandi fyrirtækisins með tæpan 60% eignarhlut. Kaupverðið er trúnaðarmál.

Þetta kemur fram í tilkynningu.

Í framhaldi af breytingum á eignarhaldi Inkasso var á aðalfundi kosin ný stjórn fyrirtækisins og hverfur Haraldur Leifsson úr sæti stjórnarformanns og í stað hans kemur Emil Helgi Lárusson. Í tilkynningunni eru Haraldi þökkuð vel unnin störf en hann er einn af stofnendum fyrirtækisins.

„Ég hef starfað sem forstjóri Inkasso í 2 ár og fram undan eru spennandi tímar. Ég greip því tækifærið um leið og Haraldur lét í ljós að hann hefði áhuga á að selja sinn hlut. Innkoma Inkasso á markaðinn á sínum tíma hafði í för með sér miklar breytingar á innheimtuþjónustu og við höfum áhuga á að auka og bæta enn við þá þjónustu á næstu árum,“ er haft eftir Georg Andersen, forstjóra Inkasso.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK