87% sætanýting hjá WOW air

Það sem af er ári hefur flugfélagið flutt 1.502 þúsund …
Það sem af er ári hefur flugfélagið flutt 1.502 þúsund farþega en það er 125% aukning farþega á sama tímabili frá árinu áður. Ljósmynd/WOW

WOW air flutti 149.495 farþega til og frá landinu í nóvember eða um 164% fleiri farþega en í nóvember árið 2015. Þá var sætanýting WOW air 87% í nóvember í ár sem er sú sama og á síðasta ári, þrátt fyrir 164% aukningu á sætaframboði í nóvember. Framboðnum sætiskílómetrum fjölgaði um 215% í nóvember frá því á sama tíma í fyrra.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá WOW air. Þar segir að það sem af er ári hafi flugfélagið flutt 1.502 þúsund farþega en það er 125% aukning farþega á sama tímabili frá árinu áður.

Í tilkynningunni er bent á að nóvembermánuður sé alltaf að verða vinsælli ferðamánuður meðal ferðamanna sem koma til Íslands. Samkvæmt Ferðamálastofu hefur fjöldi ferðamanna ríflega sexfaldast frá árinu 2010. 

„Aldrei hafa fleiri ferðamenn flogið með WOW air til Íslands í nóvember en 164% fleiri flugu með flugfélaginu í síðasta mánuði en árið áður. Af þeim þjóðum sem komu til landsins í nóvember eru Bretar fjölmennastir eða 27,8% af heildarfjölda en fast á eftir fylgdu Bandaríkjamenn sem voru 23,2% af heildarfjölda,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK