Viðskiptavinir geta sjálfir skipt kreditkortareikningi

Greiðsludreifing kreditkortareiknings verður aðgengileg í netbankanum eða appinu eftir að …
Greiðsludreifing kreditkortareiknings verður aðgengileg í netbankanum eða appinu eftir að nýr reikningur er gefinn út og geta viðskiptavinir á einfaldan hátt valið hversu háa upphæð þeir greiða um næstu mánaðamót og á hve marga mánuði eftirstöðvarnar skiptast. mbl.is/Júlíus

Nú geta korthafar í viðskiptum við Arion banka sjálfir framkvæmt greiðsludreifingu á kreditkortareikningi sínum í netbankanum eða í Arion banka appinu. Einnig er opnað fyrir möguleika viðskiptavina á að stofna sjálfir greiðslukort og sparnaðar- og gjaldeyrisreikninga í netbankanum.

„Þessar nýju lausnir eru afrakstur þróunarvinnu innan bankans sem miðar að því að auka þægindi viðskiptavina við að sinna sínum fjármálum. Nýju lausnirnar einfalda og flýta fyrir afgreiðslu þessara þjónustuþátta,“ segir í tilkynningu frá Arion banka.

Greiðsludreifing kreditkortareiknings verður aðgengileg í netbankanum eða appinu eftir að nýr reikningur er gefinn út og geta viðskiptavinir á einfaldan hátt valið hversu háa upphæð þeir greiða um næstu mánaðamót og á hve marga mánuði eftirstöðvarnar skiptast. Sem fyrr bera eftirstöðvarnar vexti. Þjónustan er viðskiptavinum að kostnaðarlausu fram til 1. apríl. Þá verður sett á stofngjald þegar ný greiðsludreifing er búin til og færslugjald fyrir hvern mánuð sem upphæð er dreift á. Bæði gjöldin í appinu og netbanka verða 220 krónur og uppfæra þarf Arion appið til að fá aðgang að þessari virkni.

Í tilkynningunni kemur fram að í netbanka Arion banka sé nú sýnleg ný valmynd sem kallast Vöruúrval. Þar geta viðskiptavinir bankans skoðað úrval kreditkorta, debetkorta, sparnaðarreikninga og gjaldeyrisreikninga og stofnað vörurnar. Í þeirri viðleitni að einfalda valið fyrir viðskiptavini og auðvelda þeim að taka ákvörðun, er vöruúrvalið sérsniðið að hverjum og einum viðskiptavini.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK