Rautt flagg fyrir kvikmyndaiðnað

Leifur Dagfinnsson hjá TrueNorth.
Leifur Dagfinnsson hjá TrueNorth. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Krónan er farin að hafa áhrif á vöxt kvikmyndaiðnaðarins hér á landi, að sögn Leifs B. Dagfinnssonar, stjórnarformanns Truenorth.

„Meðan krónan var veik voru mikil tækifæri í geiranum hérlendis. Eins og staða krónunnar er í dag má segja að um rautt flagg sé að ræða fyrir kvikmyndaiðnaðinn á Íslandi.

Þetta slapp eins og gengið var á fyrsta ársfjórðungi 2016 en ekki lengur. Það sem þarf að haldast í hendur er hóflega sterk króna og svo frekari hvatar, eins og endurgreiðslukerfið vegna kvikmyndagerðar á Íslandi,“ segir Leifur í umfjöllun um þetta efni í ViðskiptaMogganum í dag.

Truenorth starfar nú í þremur löndum en stofnað var dótturfélag í Noregi fyrr á árinu. Þá var ferðavörumerkinu Discover Truenorth hleypt af stokkunum í þessum mánuði. „Þar erum við að skerpa á vöruþróun okkar og bjóða upp á persónulega þjónustu fyrir efnameiri einstaklinga og fyrirtæki,“ segir Leifur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK