Benedikt segir sig úr stjórn Nýherja

Benedikt Jóhannesson er formaður Viðreisnar.
Benedikt Jóhannesson er formaður Viðreisnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar og nýr þingmaður, hefur sagt sig úr stjórn Nýherja þar sem hann var stjórnarformaður. Úrsögnin tók gildi í dag.

Emilía Þórðardóttir, Hildur Dungal, Ívar Kristjánsson, Loftur Bjarni Gíslason og Guðmundur J. Jónsson skipa þá stjórn Nýherja.

Benedikt tók fyrst sæti í stjórn Nýherja árið 1995. Í tilkynningu fyrirtækisins til Kauphallarinnar kemur fram að gert sé ráð fyrir því að ákveðið verði á næsta stjórnarfundi félagsins hver muni gegna formennsku í stjórn. 

„Það hefur verið afar ánægjulegt að starfa með Benedikt að vexti og velgengni Nýherja undanfarin ár. Fáir þekkja betur til félagsins, enda hefur hann setið í stjórn þess í meira en 22 ár og stærstan hluta þess tíma sem formaður. Það er missir af Benedikt úr stjórn en hann skilar nú af sér góðu búi í traustu félagi. Fyrir hönd samstarfsfólks hjá Nýherja kann ég honum allra bestu þakkir fyrir frábært samstarf og stuðning við félagið í gegnum árin. Við óskum honum alls hins besta á nýjum vettvangi,“ er haft eftir Finni Oddssyni, forstjóra Nýherja í tilkynningunni. 

Benedikt er oddviti Viðreisnar í Norðaustur kjördæmi. Flokkurinn bauð sig fram til Alþingis í fyrsta skipti í nýliðnum kosningum en flokkurinn hlaut 10,5% atkvæða og er með sjö menn á þingi.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK