Forstjóri Skeljungs hringdi bjöllunni

Valgeir Baldursson, forstjóri Skeljungs, hringdi inn fyrstu viðskiptin við opnum markaða í Kauphöllinni í morgun. Tilefnið var skráning Skeljungs á aðalmarkað Kauphallarinnar í dag en Skeljungur er annað nýja félagið sem kemur inn á markaðinn á árinu.

Um 2.500 fjárfestar óskuðu eftir kaupum á hlutabréfi í félaginu þegar að almennt útboð á hlutabréfunum fór fram 30. nóvember fyrir 12 milljarða króna. Um­fram­eft­ir­spurn varð á útboðinu en niðurstaða seljenda var að út­hluta um 2.000 fjár­fest­um sam­tals 31,5% hlut á geng­inu 6,9 krón­ur á hlut.

Valgeir og Páll Harðason, forstjóri Kauphallarinnar.
Valgeir og Páll Harðason, forstjóri Kauphallarinnar. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Við erum mjög ánægð að vera komin á þennan stað, með félagð á aðalmarkaði Kauphallarinnar,“ segir Valgeir í samtali við mbl.is. „Við erum líka afskaplega ánægð með þann mikla áhuga sem fjárfestar sýndu.“

Valgeir segir skráninguna mjög jákvæða fyrir félagið og hluthafa þess og segir samstarfið við Kauphöllina síðustu misseri hafa verið til fyrirmyndar. „Við höfum haft góða samstarfsaðila í þessu verkefni og hefur það gengið ákaflega vel í alla staði.“

Fyrri frétt mbl.is: Virkilega góð viðbót við markaðinn

Fyrri frétt mbl.is: Fleiri vildu hlut í Skeljungi en fengu

Valgeir Baldursson og Hendrik Egholm, forstjóri Magn í Færeyjum, dótturfélags …
Valgeir Baldursson og Hendrik Egholm, forstjóri Magn í Færeyjum, dótturfélags Skeljungs, tóku í bjölluna. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK