Landsbankinn styrkti 32 verkefni

Styrkirnir voru afhentir í gær.
Styrkirnir voru afhentir í gær.

Samfélagsstyrkjum að upphæð 15 milljónum króna var úthlutað úr Samfélagssjóði Landsbankans í gær. Alls hlutu 32 verkefni styrki að þessu sinni.

Í tilkynningu segir að verkefnin sem hlutu styrki séu afar fjölbreytt og gagnast fólki á öllum aldri og víða um land. Nokkur verkefni tengjast heilbrigðisþjónustu og björgunarstörfum, s.s. kaup á færanlegum gjörgæslubúnaði fyrir nýbura og hitamyndavél til leitar að týndu fólki. Sjóðurinn styrkir einnig menningarverkefni, s.s. tónlistarhátíð við Mývatn og hverfishátíðina Breiðholt festival. Einnig eru styrkt verkefni sem gagnast ungmennum og eldri borgurum.

Þrjú verkefni hlutu styrk að fjárhæð 1 milljón króna, þrjú hlutu 750.000 króna styrk, 13 verkefni hlutu 500.000 króna styrk og 13 verkefni fengu 250.000 króna styrk.

Tæplega 500 umsóknir bárust sjóðnum að þessu sinni. Samfélagsstyrkjum Landsbankans er ætlað að styðja mannúðar- og líknarmál, menntamál, rannsóknir og vísindi, forvarnar- og æskulýðsstarf, sértæka útgáfustarfsemi og verkefni á sviðum menningar og lista.

Dómnefnd samfélagsstyrkja var að þessu sinni skipuð þeim Ármanni Jakobssyni, prófessor við Háskóla Íslands, Felix Bergssyni, leikara, Þórmundi Jónatanssyni, sérfræðingi hjá Landsbankanum, og Guðrúnu Agnarsdóttur, lækni, en hún var jafnframt formaður dómnefndar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK