Skeljungur annað nýja félagið í kauphöllina í ár

Kauphöllin.
Kauphöllin. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Viðskipti með hlutabréf Skeljungs hf. hefjast á aðalmarkaði Nasdaq Iceland í dag. Skeljungur telst til smærri fyrirtækja í olíu- og gasgeiranum. Skeljungur er annað félagið sem tekið er til viðskipta á Nasdaq Iceland árið 2016, en 81. félagið á mörkuðum Nasdaq Nordic á árinu 2016, samkvæmt fréttatilkynningu.

„Skeljungur er olíufélag og er megintilgangur félagsins innflutningur, sala og dreifing á eldsneyti og eldsneytistengdum vörum og þjónustu. Skeljungur er með starfsemi á Íslandi og í Færeyjum og rekur félagið samtals 76 bensínstöðvar og 6 birgðastöðvar, undir merkjum Skeljungs, Orkunnar og Orkunnar X á Íslandi og undir merkjum Magn í Færeyjum,“ segir í tilkynningu frá Nasdaq.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK