Tekjur upp á 995 milljónir á Vopnafirði

Heildartekjur A- og B-hluta Vopnafjarðarhrepps á næsta ári eru áætlaðar 995,3 milljónir króna. Tekjur A-hluta eru áætlaðar 648,7 milljónir króna og þar af eru skatttekjur 370,1 milljónir króna, framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 179,8 milljónir króna og aðrar tekjur 98,7 milljónir króna.  

Fjárhagsáætlun Vopnafjarðarhrepps tekin var tekin til síðari umræðu og afgreidd á fundi sveitarstjórnar Vopnafjarðarhrepps í gær. Áætlunin er í heild sinn á heimasíðu sveitarfélagsins.

Tekjur B-hluta eru áætlaðar 361 milljónir króna en rekstrarniðurstaða samstæðunnar í heild á árinu 2017 er jákvæð um 103,258 milljónir króna. Í áætluninni er gert ráð fyrir framkvæmdum að upphæð 63 milljónir króna. Handbært fé sveitarfélagsins hækkar milli ára um 54,9 milljónir og verður í lok árs 2017 um 126,3 milljónir króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK