Ísland í þriðja sæti yfir mestu hækkun á húsnæðismarkaði

Samkvæmt skýrslunni hefur húsnæðisverð á Íslandi hækkað um 12,9% milli …
Samkvæmt skýrslunni hefur húsnæðisverð á Íslandi hækkað um 12,9% milli ára. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Húsnæðisverð í heiminum hækkaði um 5,5% að meðaltali  frá september 2015 til september 2016. Mesta hækkunin var í Tyrklandi, Nýja-Sjálandi og á Íslandi.

Þetta kemur fram í nýrri húsnæðisskýrslu fasteignafélagsins Knight Frank yfir húsnæðisverð í heiminum. Tyrkland trónir á toppi listans og hefur verðhækkunin verið mest í Tyrklandi fimm ársfjórðunga í röð. Til að mynda hækkaði húsnæðisverð í Tyrklandi um 13,9% milli ára á þriðja fjórðungi þessa árs.

Svo virðist sem það sé þó að hægjast á verðhækkuninni í Tyrklandi og er gert ráð fyrir því að Tyrkir verði ekki á toppnum næsta ársfjórðung. Er talið líklegt að Nýja-Sjáland eða Ísland komist á toppinn.

Frá Istanbúl í Tyrklandi. Þar var hækkunin mest milli ára.
Frá Istanbúl í Tyrklandi. Þar var hækkunin mest milli ára. AFP

Að sögn Kate Everett-Allen, sem er höfundur skýrslunnar, hefur pólitískur og efnahagslegur óstöðugleiki hægt á fasteignaviðskiptum í Tyrklandi.

Á þriðja ársfjórðungi varð 10% eða meira aukning í 9% landanna 55 sem voru skoðuð í skýrslunni. Hækkunin var eins og fyrr segir 13,9% í Tyrklandi, 13,5% í Nýja-Sjálandi, 12,9% á Íslandi, 11,7% í Kanada og 10% í Litháen.

Svo virðist sem pólitískur óstöðugleiki hafi ekki haft áhrif á húsnæðismarkaðinn í  Bandaríkjunum eða Bretlandi enn sem komið er en markaðarnir þar hafa staðið af sér óvissu vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum og áætlaðri útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.

Eins og fyrr segir trónir Tyrkland á listanum yfir þau lönd þar sem hækkunin er mest og Ísland í þriðja sæti.

Þá hefur húsnæðisverð lækkað í mörgum löndum sömuleiðis, mest í Úkraínu. Þar var lækkunin 9,9% á tímabilinu september 2015 til september 2016. Næstmesta lækkunin var í Taívan eða 8,9%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK