21st Century Fox gerir tilboð í Sky

Rupert Murdoch er stærsti eigandi 21st Century Fox.
Rupert Murdoch er stærsti eigandi 21st Century Fox. AFP

Bandaríski fjölmiðlarisinn 21st Century Fox hefur gert tilboð í bresku fjölmiðlasamsteypuna Sky. 21st Century Fox metur Sky á 18,5 milljarða punda.

Hlutabréf í Sky hækkuðu um 26,6% eftir að tilboðið var gert í fyrirtækið í gær.

Eigandi 21st Century Fox er Rupert Murdoch en hann á þegar 39,1% hlut í Sky.

Að sögn Sky hafa fyrirtækin náð „samkomulagi um tilboðsverð“, þ.e. 10,75 pund á hlut, en ítrekaði að viðræður stæðu enn yfir.

Greint er frá þessu á vef BBC. Þar kemur fram að verðhrun pundsins síðustu misseri, sem er 16% frá því í sumar, hafi gert kaup á breskum fyrirtækjum meira aðlaðandi fyrir erlend fyrirtæki.

Þar segir jafnframt að Fox muni greina frá áætlunum sínum fyrir 6. janúar.

Vitnað er í Alex DeGroote, sérfræðing hjá Peel Hunt, sem sagði að kaupin væru ekki „komin í gegn“ en sagðist verða hissa myndu þau ekki gera það á endanum. „Sky hefur komið vel út á breska hlutabréfamarkaðinum á þessu ári,“ bendir DeGroote á.

Framkvæmdastjóri Fox, James Murdoch, tók við sem stjórnarformaður Sky fyrr á árinu sem ýtti undir sögusagnir þess efnis að bandaríski risinn myndi gera tilboð í Sky. Hefur það samkvæmt BBC verið markmið Rupert Murdoch í mörg ár að kaupa Sky.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK