Voru komnir í iðnaðargallann á núll einni

Daníel og Jón Gunnar.
Daníel og Jón Gunnar.

Æskuvinirnir Daníel Tryggvi Thors og Jón Gunnar Jónsson tóku báðir u-beygju á ferlum sínum til þess að láta drauminn rætast og opnuðu þeir formlega kaffihús í gær. Jón Gunnar kemur úr fjármálageiranum en Daníel er lögfræðingur að mennt en þriðji eigandinn er Davíð Tómas Tómasson. Kaffihúsið heitir PREPP og stendur við Rauðarárstíg 8. 

„Við vorum báðir í allt öðru en svo fréttum við af tækifærinu til að koma þarna inn og við létum bara vaða og hoppuðum á þetta. Á núll einni vorum við komnir í iðnaðargallann og byrjaðir að pússa og smíða,“ segir Daníel í samtali við mbl.is. Hlutirnir eru búnir að gerast hratt hjá þeim félögum en þeir fengu húsnæðið afhent 1. nóvember.

„Það er bara lyginni líkast hvað þetta hefur gengið vel. Við erum með góðan hóp með okkur en vorum að vinna suma daga í meira en 13 klukkutíma,“ útskýrir Daníel.

Hann segir að þá hafi lengi dreymt um að reka fyrirtæki. „Þegar það kom upp raunhæft tækifæri þurftum við að láta vaða. Maður getur ekki talað og talað en þegar tækifærið kemur loksins ekki gert neitt. Þannig að við ákváðum bara að spýta í lófana.“

Eins og staðan er núna er opið á PREPP frá …
Eins og staðan er núna er opið á PREPP frá klukkan 8 á morgnana til klukkan 16 en stefnt er að því að lengja afgreiðslutímann eftir áramót.

Eins og staðan er núna er opið á PREPP frá klukkan 8 á morgnana til klukkan 16 en stefnt er að því að lengja afgreiðslutímann eftir áramót. Boðið verður upp á mat og drykk, virkilega góðar samlokur að sögn Daníels og ferskar súpur. Hann segir matseðilinn í þróun. „Núna er opið til 16 en það mun breytast mjög hratt. Við viljum hafa opið á kvöldin,“ segir Daníel.

„Hlutirnir hafa verið að gerast svo hratt að við erum bara búnir að ráða inn einn starfsmann. Við ætlum að flýta okkur hægt yfir jólin og finna góðan hóp í verkið. Á nýju ári lengist afgreiðslutíminn.“

Daníel segir þá félagana mjög spennta fyrir staðsetningunni. „Það er vægast sagt mikil gróska hérna. Matarmarkaðurinn að opna hérna rétt hjá og mikil byggð að rísa. Maður hefði ekki farið út í þetta án þess að lítast vel á svæðið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK