Sigurður Óli hættir hjá Teva

Sigurður Óli Ólafsson.
Sigurður Óli Ólafsson. mbl.is/Ófeigur

Sigurður Óli Ólafsson hefur látið af starfi forstjóra samheitalyfjasviðs Teva Pharmaceutical Industries, sem er umsvifamesti samheitalyfjaframleiðandi í heimi. Sigurður mun starfa á vettvangi Teva til loka marsmánaðar á komandi ári, að því er segir í tilkynningu frá félaginu. Við starfi hans hefur tekið Dipannkar Bhattacharjee, sem áður gegndi stöðu forstjóra yfir Evrópuhluta samheitalyfjasviðs Teva.

Sigurður Óli hefur gegnt forstjórastarfinu hjá Teva frá árinu 2014 og kom þá frá keppinautnum Actavis. Fyrr á þessu ári var greint frá kaupum Teva á Actavis og í kjölfar þeirra varð velta sameinaðs fyrirtækis um 16 milljarðar dollara á ári.

Í ítarlegu viðtali við Sigurð Óla, sem birt var í ViðskiptaMogga í ágúst síðastliðnum, ræddi hann um þær áskoranir sem mættu honum þegar hann tók við Teva.

„Þarna þurfti að taka til hendinni og snúa stöðunni við. Á þeim tíma voru tekjur samheitalyfjasviðsins, sem ég er forstjóri fyrir, um 10 milljarðar dollara og starfsemin í um 70 löndum vítt og breitt um heiminn og starfsmenn samheitalyfjahluta Teva um 15.000 talsins.“

Fyrri frétt mbl.is: Stýrir stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK