5.582 milljarða samruni í tóbaksgeiranum

Fyrirtækin framleiða nokkur af vinsælustu tóbaksvörumerkjum heims eins og Pall …
Fyrirtækin framleiða nokkur af vinsælustu tóbaksvörumerkjum heims eins og Pall Mall, Camel og Newport. AFP

Tóbaksframleiðandinn British American Tobacco hefur samþykkt að greiða 49,4 milljarða Bandaríkjadala, eða jafnvirði 5.582 milljarða íslenskra króna, fyrir Reynolds American sem er næststærsti tóbaksframleiðandi Bandaríkjanna. Fyrirtækin framleiða nokkur af vinsælustu tóbaksvörumerkjum heims eins og Pall Mall, Camel og Newport. Með sameiningunni verður til stærsti tóbaksframleiðandi heims.

British American Tobacco átti þegar um 42% af Reynolds og gerði tilboð í hin 58% í október upp á 47 milljarða. Því tilboði var hins vegar hafnað og endaði fyrirtækið á að greiða eins og fyrr segir 49,4 milljarða fyrir Reynolds.

Samkomulagið hafði jákvæð áhrif á hlutabréf fyrirtækjanna og hafa hlutabréf í Reynolds til að mynda hækkað um 26% síðan í október.

Ef hluthafar og eftirlitsstofnanir samþykkja kaupin er gert ráð fyrir því að þau fari í gegn á þriðja ársfjórðungi þessa árs.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK