Jóhanna og Inga til Stefnu

Inga Björk og Jóhanna María.
Inga Björk og Jóhanna María.

Jóhanna María og Inga Björk hafa hafið störf hjá hugbúnaðarhúsinu Stefnu. Þær starfa í ráðgjafateymi fyrirtækisins þar sem unnið er með viðskiptavinum að hverju því sem lýtur að vefmálum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stefnu.

Jóhanna María Kristjánsdóttir starfar og býr í Kópavogi, fædd um uppalin á Húnsstöðum í Húnavatnssýslu og lauk námi í margmiðlun við Aalborg Tekniske skole. Síðastliðin 13 ár hefur hún starfaði hjá Umslagi við ýmis störf og nú síðast sem verkefnastjóri prentdeildar fyrirtækisins. Jóhanna María er 41 árs, gift Pétri Erni Magnússyni rafmagnsverkfræðingi hjá Lotu og eiga þau 4 börn.

Inga Björk Svavarsdóttir er búsett í Hörgársveit og fædd og uppalin á Akureyri. Hún lærði ferðamálafræði í Háskóla Íslands og hefur starfað við margs konar verkefni í ferðaþjónustu á Norðurlandi, nú síðast í 5 ár hjá Saga Travel á Akureyri sem sölustjóri, sölumaður í sérferðadeild og leiðsögumaður. Inga Björk er gift Einari Kristni Brynjólfssyni, verslunarstjóra hjá Púkanum Akureyri, og saman eiga þau 2 stúlkur. 

Stefna er hugbúnaðarfyrirtæki og vefstofa sem sérhæfir sig í hönnun, forritun og uppsetningu á vefsíðum. Stefna er með starfsemi á Akureyri og í Kópavogi, er með yfir 600 viðskiptavini og yfir 1.000 vefi í Moya vefumsjónarkerfinu. Meðal nýlegra verkefna má nefna vefi Kópavogsbæjar, Hljóðfærahússins, Keilis og veitingastaðarins Geira Smart. Starfsmenn telja nú slétta 20 en fyrirtækið hefur vaxið jafnt og þétt frá stofnun þess 2003 á Akureyri. Framkvæmdastjóri Stefnu og einn af stofnendum er Matthías Rögnvaldsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK