Verslunin RAM gjaldþrota

mbl.is

Verslunin RAM ehf. hefur verið úrskurðuð gjaldþrota en í Lögbirtingablaðinu í gær kom fram að skiptafundur í þrotabúinu færi fram 30. janúar.

Félagið hélt utan um rekstur samnefndrar verslunar sem  stóð við Laugaveg 72 og samkvæmt skráningu félagsins var tilgangur þess sala á eldhúsáhöldum, matartengdum minjagripum o.fl.

Samkvæmt CreditInfo hafði félagið aldrei skilað ársreikningi.

Félagið var stofnað árið 2014 þá undir nafninu Þýðing ehf. en skipti um nafn stuttu síðar í Létthús ehf. Í maí 2015 var nafninu breytt í þriðja skiptið og hét eftir það Verslunin RAM ehf. Við stofnun voru það Hrafn Arnórsson og Guðjón Ingi Guðjónsson sem skipuðu stjórn félagsins en tæpu ári seinna tóku þau Svavar Halldórsson og Guðbjörg Fjóla Halldórsdóttir við félaginu. Svo virðist sem Svavar, sem er fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands sauðfjár­bænda, sé kominn út úr félaginu en í gildandi skráningu félagsins er aðeins minnst á Guðbjörgu Fjólu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK