Bakkavör á leið á markað?

Stofnendur og eigendur Bakkavarar, Ágúst og Lýður Guðmundssynir. Mynd úr …
Stofnendur og eigendur Bakkavarar, Ágúst og Lýður Guðmundssynir. Mynd úr safni. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Bakkavör stefnir nú á hlutabréfamarkað í Lundúnum ef marka má frétt The Sunday Times frá því á sunnudaginn. Bakkavör sem sérhæfir sig nú í framleiðslu tilbúinna máltíða, m.a. fyrir Marks & Spencer, Costa Coffee og Sainsbury er metið á hundruð milljóna punda samkvæmt heimildarmönnum The Sunday Times.

Bakkavör er í meirihlutaeigu bræðranna Ágústs Guðmundssonar og Lýðs Guðmundssonar, sem stofnuðu fyrirtækið á sínum tíma, og bandaríska vogunarsjóðnum Baupost Group en samkvæmt grein The Sunday Times eru báðir aðilar að íhuga sölu á Bakkavör.

Á heimasíðu Bakkavarar kemur fram rúmlega 18.000 manns starfi hjá fyrirtækinu um allan heim en fyrirtækið var stofnað árið 1986. Því er haldið fram í The Sunday Times að viðræður séu aðeins á byrjunarstigi. Bakkavör hagnaðist um 57 milljónir punda árið 2015 og var velta fyrirtækisins 1,7 milljarður punda.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK