Bjóða upp á sérstaka sætaröð fyrir konur

Farþegaþota Air India.
Farþegaþota Air India.

Indverska flugfélagið Air India byrjar í vikunni selja farmiða á sérstök svæði aðeins fyrir konur. Um verður að ræða sex sæti í fremstu röð farþegaþota félagsins en konur hafa ítrekað kvartað yfir því að vera áreittar um borð í þotum félagsins.

BBC segir frá þessu.

Indverski miðillinn The Hindu hefur eftir, Meenakshi Malik, stjórnanda hjá Air India að með þessu vilji flugfélagið tryggja öryggi farþega sem ferðast einir. Sagði Malik að það væri skylda flugfélagsins að ýta undir þægindi kvenkyns farþega.

Þá mun flugfélagið hér eftir vera með tvö sett af öryggisbúnaði til þess að bregðast við farþegum með óspektir. Hægt verður að kaupa sérstöku sætin fyrir konur frá og með þessari viku. Verða þau þó aðeins um borð í Airbus A320 þotum félagsins til að byrja með.

Ekki eru allir ánægðir með framtakið. Fyrrverandi framkvæmdastjóri flugfélagsins Jitendra Bhargava sagði í samtali við The Hindu að farþegaþotur væru ekki staðir þar sem öryggi kvenna er ógnað. „Ég veit ekki til þess að það þurfi að gera svona einhversstaðar í heiminum. Flugvélar eru ekki óöruggir staðir fyrir konur. Þegar að farþegar haga sér illa getur áhöfnin brugðist við.“

Air India hefur reglulega komið upp í fréttum, oft vegna frekar óskemmtilegra mála. Árið 2015 sögðu yfirmenn hjá flugfélaginu ákveðnum starfsmönnum að þeir væru of feitir til þess að starfa í flugáhöfnum félagsins og að þeir væru að kosta flugfélagið háar fjárhæðir í eldsneytiskostnað vegna þyngdar þeirra.

Þá þurfti að snúa við farþegaþotu félagsins með rúmlega 200 farþega um borð á leið sinni frá Mumbai til Lundúna á gamlárssag 2015 vegna gruns um rottugang í flugstjórnarklefanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK