Þúsundir starfa fara frá London

AFP

Bandaríski bankinn Goldman Sachs ætlar að flytja eitt þúsund starfsmenn sína frá London til Frankfurt vegna Brexit. Aðgerðirnar eru liður í áætlunum bankans að draga umtalsvert úr starfsemi sinni í Bretlandi en stefnt er að því að fækka starfsmönnum þar um helming.

Greint er frá þessu í þýska viðskiptablaðinu Handelsblatt í dag. Meðal þeirra sem flytja sig um set eru verðbréfamiðlarar sem og yfirmenn bankans.

Alls ætlar Goldam Sachs að fækka starfsmönnum í London úr sex þúsund í þrjú þúsund. Ekki hefur verið greint frá því hversu mörgum verði sagt upp í London vegna aðgerðanna.

Goldman stefnir á skráningu á hlutabréfamarkað í Frankfurt og verða höfuðstöðvar bankans í Evrópu settar upp þar. Frankfurt varð fyrir valinu vegna þess að þar er seðlabanki Evrópu með höfuðstöðvar sínar.

Breski bankinn HSBC staðfesti í gær að eitt þúsund af störfum bankans á fjárfestingabankasviði yrðu flutt frá London til Parísar í kjölfar ræðu forsætisráðherra Bretlands, Theresu May, um að Bretland myndi yfirgefa innri markað Evrópusambandsins.

Alþjóðlegir bankar sem eru með höfuðstöðvar sínar í Evrópu til húsa í London eiga á hættu að geta lent í erfiðleikum með að eiga viðskipti í þeim 27 ríkjum sem eftir verða í ESB við brotthvarf Breta úr sambandinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK