Lækkanir á Wall Street í morgun

AFP

Hlutabréf á Wall Street féllu í verði í morgun þegar markaðirnir voru opnaðir í fyrsta skiptið eftir að Donald Trump varð forseti Bandaríkjanna. Frá því Trump bar sigur úr býtum í forsetakosningunum í nóvember hafa verið uppi spurningar um hvort skoðanir nýja forsetans á alþjóðaviðskiptum myndu hafa áhrif á hlutabréfamarkaðinn.

Sumir sérfræðingar telja að lækkunin í dag stafi af óróleika út af ræðu Trump við setningarathöfnina á föstudaginn og fregnum þess efnis að hann myndir draga Bandaríkin út úr fyr­ir­huguðum fríversl­un­ar­samn­ingi ríkja við Kyrra­haf, TPP, sem samið var um í tíð for­vera hans í embætti, Baracks Obama.

Um 45 mínútum eftir opnun markaða hafði Dow Jones-vísitalan lækkað um 0,2% og stóð í 19.783,42 stigum. Bandaríska hlutabréfavísitalan S&P 500 lækkaði um 0,3% og Nasdaq vísitalan um 0,1%.

Þá féll McDonalds um 0,8% í verði og olíufélagið Halliburton um 3,5%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK