Morgunmaturinn skaðar tekjurnar

Nú er hægt að fá morgunmat allan daginn hjá McDonalds …
Nú er hægt að fá morgunmat allan daginn hjá McDonalds og er talið að það skaði tekjur keðjunnar.

Tekjur McDonalds í Bandaríkjunum á fjórða ársfjórðungi síðasta árs minnkuðu um 1,3% milli ára. Sölutölur á heimsvísu hækkuðu hinsvegar en uppi eru skoðanir um að matseðill skyndibitastaðarins og breytingar á honum hafi neikvæð áhrif á sölutekjurnar.

Seint á þar síðasta ári hóf McDonalds að bjóða upp á morgunmat allan daginn. Viðmælandi BBC, greinandinn Neil Saunders, tengir það saman og segir að nú sé fólk mögulega að kaupa frekar ódýrari máltíðir, m.a. þessar morgunverðarmáltíðir, í staðinn fyrir hádegis- og kvöldmáltíðir. Segir Saunders velgengni morgunverðarins bitna á gengi keðjunnar í heild.

„Að mínu mati, eins og það var rétt hjá McDonalds að breyta matseðlinum, eru áhrifin af morgunverði allan daginn þau að viðskiptavinir fá fleiri ódýra kosti. Margir hafa notfært sér þetta og meðalgreiðsla í hádeginu og kvöldin hefur lækkað,“ segir Saunders.

Rekstrarhagnaður McDonalds í Norður-Ameríku október, nóvember og desember á síðasta ári minnkaði um 11% milli ára. Hagnaðurinn var meiri á öðrum markaðssvæðum, en á alheimsvísu jókst hagnaðurinn um 2,8%, þar af mest í Bretlandi.

Veltan  jókst um 2,7% á tímabilinu og 3,8% yfir árið í heild.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK