Sprint kaupir 33% hlut í Tidal

Jay Z er helsti eigandi Tidal.
Jay Z er helsti eigandi Tidal. AFP

Fjarskiptafélagið Sprint hefur keypt 33% hlut í tónlistarveitunni Tidal. Er það hluti af samningi milli fyrirtækjanna sem veitir viðskiptavinum Sprint aðgang að Tidal, sem er í meirihlutaeigu rapparans Jay-Z. Samkvæmt frétt CNN greiddi Sprint um 200 milljónir Bandaríkjadali fyrir hlutinn og hefur jafnframt skuldbundið sig til þess að greiða 75 milljónir árlega í sérstakan markaðssjóð fyrir listamenn.

Í tilkynningu frá Jay Z segir að Sprint deili sýn Tidal á skapandi greinar og vilji leyfa listamönnum að tengjast aðdáendum  sínum beint.

Samningurinn gæti verið mikilvægur fyrir Tidal sem hefur átt í harðri samkeppni við Spotify og Apple Music en tap Tidal hefur verið töluvert frá stofnun.

Jay Z stofnaði Tidal árið 2015 eftir að hafa keypt sænska tæknifyrirtækið Aspiro. Kynnti rapparinn veituna sem „vin listamannsins“ sem myndi veita fólki aðgang að einstöku efni frá stjórnum eins og Kanye West, Rihanna og Coldplay. Það sem aðskilur Tidal frá veitum eins og Spotify er að það er ekki hægt að vera með ókeypis aðgang.

Þrátt fyrir öll stóru nöfnin hefur Tidal átt í erfiðri samkeppni við Spotify sem var með með 40 milljónir áskrifenda í september en Tidal aðeins þrjár milljónir í mars á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK