HSBC lokar 62 útibúum

Útibú HSBC voru 1.430 talsins árið 2008 en í lok …
Útibú HSBC voru 1.430 talsins árið 2008 en í lok þessa árs verða þau 625. AFP

62 útibúum HSBC-bankans í Bretlandi verður lokað á árinu. Útibúin voru 1.430 talsins árið 2008 en í lok þessa árs verða þau 625. Að sögn bankans setja lokanirnar 180 störf í hættu en vonast er til þess að hægt verði að færa flest þeirra til í önnur útibú.

Rétt eins og flestir aðrir bankar hefur HSBC verið að loka útibúum til þess að minnka kostnað í ljósi þess að sífellt fleiri stunda bankaviðskipti í gegnum netið. Að sögn bankans fara 90% af samskiptum viðskiptavina HSBC við bankann og starfsmenn hans í gegnum netið.

Þá hefur heimsóknum viðskiptavina í útibú bankans fækkað um tæplega 40% síðustu fimm árin.

Á síðasta ári greindi greiningarþjónustan Which? frá því að rúmlega 1.000 bankaútibúum hafi verið lokað síðustu tvö árin, þar af 321 útibúi HSBC.

Sky News vitnar í formann verkalýðsfélagsins Unite, Dominic Hook, sem segir lokun útibúanna mikið áhyggjuefni. Sagði hann lokunina áfall fyrir starfsfólkið en einnig viðskiptavinina. „Unite kallar enn og aftur eftir því að bankageirinn endurhugsi lokanir sem þessar þar sem þær gera ekkert til þess að sannfæra viðskiptavini og starfsfólk um að starfsemin sé aðgengileg og opin öllum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK