Taldi slagorð Dælunnar villandi

Skeljungur kvartaði til Neytendastofu yfir markaðssetningu N1 hf. á Dælunni …
Skeljungur kvartaði til Neytendastofu yfir markaðssetningu N1 hf. á Dælunni og sumarleik N1 2016. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Neytendastofa taldi slagorð markaðssetningar Dælunnar, „þrír fyrir einn á eldsneyti“ og „megahraðboðstilrýmingarsérverð“ væru sett fram með villandi hætti um það verðhagræði sem í boði væri. Þá taldi Neytendastofa einnig að kynning á verðstefnu Dælunnar sem nýjung á Íslandi væri villandi. Þetta kemur fram á vef Neytendastofu en henni barst erindi Skeljungs hf. þar sem kvartað var yfir markaðssetningu N1 hf. á Dælunni og sumarleik N1 2016.

Rétt eins og Neytendastofa taldi Skeljungur að slagorð Dælunnar „þrír fyrir einn á eldsneyti“ og „megahraðboðstilrýmingarsérverð“ væru villandi gagnvart neytendum. Þá taldi Skeljungur að slagorðið: „Viltu ferðast frítt með fjölskylduna í sumar? Fimm sigurvegarar munu hljóta 60.000 kr. í formi N1 punkta, þ.e. andvirði meðaleyðslu venjulegs fólksbíls í 3 mánuði“ í sumarleik N1 væri einnig villandi gagnvart neytendum. Var það mat Skeljungs að N1 hefði ekki fært sönnur á að tilgreint andvirði meðaleyðslu venjulegs fólksbíls væri rétt og tenging punkta við krónur væri villandi. 

Neytendastofa taldi hinsvegar ekki villandi að tilgreina verðmæti N1 punkta í krónum þar sem hver punktur samsvar ávallt einni krónu í punktakerfi N1. Einnig taldi stofnunin að rekstrarkostnaður fólksbíla hjá N1 væri í samræmi við reksturskostnaðartöflu félags íslenskra bifreiðareigenda.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK