44% af vörum Ivönku á útsölu

Ivanka Trump ásamt eiginmanni sínum og börnum.
Ivanka Trump ásamt eiginmanni sínum og börnum. AFP

44% vara í tískulínu Ivönku Trump, dóttur Donald Trump, eru komnar á útsölu á netverslunum í Bandaríkjunum. Meðal verðlækkunin á vörum frá Trump er 49%.

Þetta kemur fram á vef tímaritsins Time sem vitnar í skýrslu WWD. Um tvær vikur eru síðan að verslunarkeðjan Nordstrom tilkynnti að hún myndi hætta að selja línu Trump vegna lítillrar sölu.

Trump tók sér tímabundið leyfi frá merkinu eftir að faðir hennar var kjörinn forseti í nóvember. Mánuði fyrr hafði þó hópur fólks kallað eftir því að verslanir myndu hætta að selja vörur frá merkinu til þess að mótmæla föður hennar og ummælum hans um konur.

En svo virðist sem keðjunnar Nordstrom, Neiman Marcus og Burlington Coat Factory hafi hætt að selja vörur Trump í netverslunum sínum nýlega. Enn er þó hægt að kaupa eitthvað af vörum Trump í verslunum eins og Bloomingdale‘s, Lord and Taylor, Macy‘s Walmart og Zappos.

Vitnað er í sérfræðing hjá WWD, Katie Smith sem segir að Ivanka Trump línan sé ekki það vinsæl að verslanir myndu fórna miklum tekjum með því að taka merkið úr sölu. „En það er of snemmt að segja til um hvort þetta hafi áhrif á merkið til lengri tíma litið,“ er haft eftir Smith.

Stór hluti af vörulínu Ivönku er kominn á útsölu.
Stór hluti af vörulínu Ivönku er kominn á útsölu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK