Verk Kristjáns dýrast

Uppboð í Gallerí Fold.
Uppboð í Gallerí Fold. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dýrasta verkið á uppboði Gallerís Foldar í kvöld var slegið á tvær og hálfa milljón króna. Þetta er portrettverk eftir Kristján Davíðsson frá árinu 1949. Verkið fór aðeins undir verðmati en það var metið á fjórar til fimm milljónir króna, að sögn Jó­hanns Ágústs Han­sen, fram­kvæmda­stjóra Galle­rís Fold­ar.

Verkið Bræður við lest­ur, eft­ir Louisu Matth­ías­dótt­ur, fór á tvær milljónir króna. Jóhann segir að verkin eftir hana hafi selst vel undanfarið þótt þetta tiltekna verk hafi farið örlítið undir verðmati. „Ég hugsa að það hafi eitthvað með mótífið að gera. Ef þetta hefði verið hestur eða kind í náttúrunni hefði það líklega selst á hærra verði,“ segir Jóhann.

„Heilt yfir gekk þetta mjög vel. Verkin í miðlungs verðflokki hafa selst vel og hafa gert undanfarið,“ segir hann. Í upphafi uppboðsins var fullur salur og segir Jóhann meira líf vera að færast í uppboðin. Meðalverð á myndlistarverkum hefur hækkað mikið undanfarið. 15 af 103 verkum seldust ekki á uppboðinu sem telst mjög gott. 

Fálki eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal var boðinn upp.
Fálki eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal var boðinn upp. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK