Framleiðsluvirði landbúnaðarins eykst um 2,2%

Verðmæti afurða búfjárræktar jókst um 4,4% árið 2015 og var …
Verðmæti afurða búfjárræktar jókst um 4,4% árið 2015 og var metið á 43,8 milljarða króna. Verðmætustu afurðirnar eru mjólk og kindakjöt, þar sem framleiðsluverðmæti jókst annars vegar um 7,2% og hins vegar 7,8%. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Áætlað heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins fyrir árið 2016 var 65,9 milljarðar á grunnverði þ.e. að meðtöldum vörustyrkjum en frátöldum vörusköttum og jókst um 2,2% á árinu. Virði afurða búfjárræktar er talið vera 44,3 milljarðar króna og þar af vörutengdir styrkir og skattar um 10,8 milljarðar króna. Virði afurða nytjaplönturæktar eru tæpir 17,8 milljarðar og þ.a. vörutengdir styrkir og skattar 316 milljónir króna. Aðfanganotkun landbúnaðarins í heild er áætluð 59,1 milljarðar árið 2016 og jókst um 6,7% frá fyrra ári.

Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.  

Aukningu í framleiðsluvirði árið 2016 má rekja til magnbreytinga en breytingu á notkun aðfanga má rekja til 5,2% magnaukningar og 1,4% hækkunar á verði.

Þá er framleiðsluverðmæti landbúnaðarins árið 2015 metið 64,6 milljarða á grunnverði miðað við uppfærðar tölur og er það heildarlækkun um 2,4% frá fyrra árinu, 2014. Þessa lækkun má rekja til 0,1% magnaukningar og 2,6% lækkunar á verði.

Verðmæti afurða búfjárræktar jókst um 4,4% árið 2015 og var metið á 43,8 milljarða króna. Verðmætustu afurðirnar eru mjólk og kindakjöt, þar sem framleiðsluverðmæti jókst annars vegar um 7,2% og hins vegar 7,8%. Framleiðsluverðmæti svínakjöts lækkaði um 1,6% milli ára en alifugla hækkaði það um 9,8%. Framleiðsluverðmæti nytjaplantna, að heimanotuðu fóðri meðtöldu, reyndist tæplega 17,0 milljarðar eða 18,0% lægra en fyrra ár. Verðmæti afurða kornræktar lækkaði um 46,1% frá árinu á undan, kartaflna um 1,9% og fóðurjurta um 22,2%. Framleiðsluverðmæti garðyrkjuafurða jókst um 2,6% .

Aðfanganotkun landbúnaðarins jókst um 11,9% á árinu 2015, í 55,4 milljarða milli ára og munar þar helst um 12,8% magnbreytingu. Í samræmi við umfang búfjárræktarinnar í íslenskum landbúnaði er fóðurnotkun veigamesti liður í aðföngunum með upp undir helmings hlut. Líkt og í framleiðsluverðmæti nytjaplantna er hér verðmæti heimaræktaðs fóðurs meðtalið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK