70% jákvæðir gagnvart Íslandi

Spurðir um Ísland er náttúra sá þáttur sem flestir nefna …
Spurðir um Ísland er náttúra sá þáttur sem flestir nefna fyrst. „Áhugavert er að sjá mun á milli markaða en til að mynda nefna Bretar oftar norðurljós en aðrar þjóðir á meðan Danir nefna jarðvarma. Þeir eiginleikar sem fólk tengir mest við Ísland eru öryggi, víðátta, kyrrð, hreinleiki, óvenjulegt landslag og náttúruundur,“ segir í tilkynningunni. mbl.is/Rax

70% aðspurðra í nýrri viðhorfskönnun um Ísland sem áfangastað eru jákvæðir gagnvart landinu. Það er aukning um 27% á þremur árum. Þá er 44% aukning á jákvæðni gagnvart Íslandi sem áfangastað utan sumartíma.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsstofu þar sem farið er yfir niðurstöður viðhorfskönnunar um Ísland sem áfangastað á erlendum mörkuðum og spurningakönnunar á meðal erlendra söluaðila Íslandsferða um horfur á árinu 2017.

Helmingur þeirra sem svöruðu viðhorfskönnuninni voru jákvæðir gagnvart ferðalagi til Íslands utan sumartíma, sem er 44% aukning frá 2014. 54% eru jákvæð gagnvart íslenskum vörum en til samanburðar voru 31% jákvæð árið 2011.

Spurðir um Ísland er náttúra sá þáttur sem flestir nefna fyrst. „Áhugavert er að sjá mun á milli markaða en til að mynda nefna Bretar oftar norðurljós en aðrar þjóðir á meðan Danir nefna jarðvarma. Þeir eiginleikar sem fólk tengir mest við Ísland eru öryggi, víðátta, kyrrð, hreinleiki, óvenjulegt landslag og náttúruundur,“ segir í tilkynningunni.

64% þykja Ísland hafa áhugaverða sögu og menningu sem er 9% aukning frá árinu 2015. Athygli vekur að þrátt fyrir styrkingu krónunnar mælist engin breyting á viðhorfi til verðlags á Íslandi á meðal erlendra neytenda.

Helstu niðurstöður könnunarinnar sem gerð var meðal erlendra söluaðila Íslandsferða eru þær að um 80% söluaðila upplifa svipaða eða aukna sölu á síðasta ári samanborið við árið 2015. Horfur í bókunum fyrir þennan vetur eru góðar en hóflegri en á síðasta vetrartímabili. Erlendir söluaðilar telja líklegt að talsverð breyting verði á helstu áhrifaþáttum varðandi þróun ferðaþjónustu á Íslandi á þessu ári. Þar er helst nefnt hækkandi verðlag, gengi krónunnar og framboð á þjónustu.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK