Eigendur Burger King kaupa Popeyes

Popeyes var stofnað fyrir 45 árum í New Orleans og …
Popeyes var stofnað fyrir 45 árum í New Orleans og í dag eru staðirnir rúmlega 2.600 talsins, flestir í Bandaríkjunum. AFP

Félagið Restaurant Brands sem á m.a. skyndibitakeðjuna Burger King hefur keypt keðjuna Popeyes Louisiana Kitchen á 1,8 milljarða Bandaríkjadala eða tæpa 200 milljarða íslenskra króna. Greitt var fyrir kaupin í reiðufé.

BBC segir frá þessu.

Popeyes var stofnað fyrir 45 árum í New Orleans og í dag eru staðirnir rúmlega 2.600 talsins, flestir í Bandaríkjunum. Meðal aðdáenda keðjunnar er söngkonan Beyoncé.

Restaurant Brands rekur rúmlega 20.000 veitingastaði í meira en 100 löndum. Félagið varð til árið 2014 þegar Burger King og fleiri fjárfestar keyptu kaffi- og kleinuhringjakeðjuna Tim Hortons fyrir 11 milljarða Bandaríkjadala.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK