Sádi-Arabískar konur ráðnar í toppstöður

Frá Tadawul, sádi-arabísku kauphöllinni.
Frá Tadawul, sádi-arabísku kauphöllinni. AFP

Konur hafa verið ráðnar í þrjár stjórnunarstöður í sádi-arabíska fjármálageiranum síðastliðna daga. Einn stærsti banki landsins, Samba Financial Group skipaði Rania Nashar sem bankastjóra á sunnudaginn. Þá hefur annar banki, Arab National Bank, ráðið Latifa Al Sabhan sem fjármálastjóra. Í síðustu viku var síðan greint frá  því Sarah Al Suhaimi væri nýr forstjóri hlutabréfamarkaðar landsins.

CNN segir frá þessu.

Al Shuaimi er einnig framkvæmdastjóri fjárfestingabankans NCB Capital og hefur verið í þeirri stöðu í tæplega 3 ár en bankinn stýrir eignum sem nema rúmlega 20 milljörðum Bandaríkjadölum.

Sádi-Arabíski hlutabréfamarkaðurinn sem ber nafnið Tadawul er sá stærsti sinnar tegundar í Miðausturlöndum. Fyrirtækin þar eru metin á samanlagt 320 milljarða Bandaríkjadali.

Fyrrnefnd Nashar hefur starfað hjá Samba bankanum í 20 ár og unnið sig upp innan fyrirtækisins.

Í kjölfar lækkandi olíuverðs hafa Sádi-Arabar sett af stað metnaðarfulla efnahagsáætlun sem nær til ársins 2030. Hluti af þeim aðgerðum er að auka hlutfall kvenna á atvinnumarkaði landsins úr 22% í 30%.

Það að konur í Sádi-Arabíu sinni stjórnunarstöðum er hinsvegar ekkert nýtt en samkvæmt frétt CNN er það yfirleitt í gegnum fjölskyldufyrirtæki. Þrátt fyrir ráðningar síðustu daga eru  hindranir á vinnumarkaðinum fyrir konur í landinu enn miklar. Þær mega til að mynda ekki keyra og þurfa leyfi frá karlmanni til þess að fara til útlanda.

Sádi-Arabíski prinsinn Alwaleed bin Talal kallaði eftir því í desember að konur í landinu ætti að fá að keyra. Breytingar á banninu eru ekki nefndar í nýju efnahagsáætluninni en þær eru taldar nauðsynlegar til þess að bæta efnahag landsins samkvæmt frétt CNN.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK