Setja á fót sérstaka ferðamálaskrifstofu

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar og nýsköpunarráðherra
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar og nýsköpunarráðherra mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Skrifstofa sem mun eingöngu sjá um málefni ferðaþjónustunnar verður sett á fót innan atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um mánaðarmótin. Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að það sé gert í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um að efla og auka vægi ferðaþjónustunnar í stjórnsýslunni.

Í upphafi verða fimm starfsmenn á nýrri skrifstofu ferðamála en reiknað er með að á næstu misserum geti þeim fjölgað um einn til tvo til að styrkja starfið enn frekar. Skrifstofustjóri skrifstofu ferðamála verður Sigrún Brynja Einarsdóttir.

„Þessi skipulagsbreyting byggir á breyttri forgangsröðun í starfsemi þeirra skrifstofa ráðuneytisins sem heyra undir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur ferðamála, iðnaðar og nýsköpunarráðherra. Breytingin kallar því ekki á fjölgun starfsmanna utan þeirra sem hugsanlega verða ráðnir í framtíðinni og getið er um að framan,“ segir í tilkynningu.

 „Frá árinu 2010 hefur fjöldi erlendra ferðamanna ríflega fjórfaldast og ferðaþjónustan er nú ein allra mikilvægasta stoðin undir íslensku efnahagslífi. Tækifæri í íslenskri ferðaþjónustu eru mikil en hröðum vexti fylgja stórar áskoranir. Hlutverk stjórnvalda er að treysta stefnumótun, regluverk og uppbyggingu innviða  svo ferðaþjónustan geti haldið áfram að blómstra í sátt við umhverfi, náttúru og samfélag,“ er haft eftir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála, iðnaðar og nýsköpunarráðherra í tilkynningunni en nýtt skipulag atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins tekur gildi 1. mars  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK