Miðaverðið á Coachella lækkaði um 12%

Beyoncé kom fram á Grammy-verðlaunahátíðinni fyrr í mánuðinum.
Beyoncé kom fram á Grammy-verðlaunahátíðinni fyrr í mánuðinum. AFP

Miðaverð á tónlistarhátíðina Coachella hefur lækkað um allt að 12% eftir að greint var frá því í morgun að bandaríska söngkonan Beyoncé myndi ekki koma fram á hátíðinni eins og til stóð.

Hátíðin fer fram yfir tvær helgar í apríl og eru Kendrick Lamar og Radiohead meðal stærstu listamannanna á dagskránni. Beyoncé gengur með tvíbura og samkvæmt læknisráði þarf hún að taka því rólega.

Það er löngu uppselt á hátíðina en þúsundir miða eru seldir á hliðarmörkuðum. Samkvæmt frétt Billboard hefur meðalverð á miða inn á hátíðina fyrstu helgina farið úr 978 Bandaríkjadölum, þ.e. 106 þúsund íslenskum krónum,  í 872 Bandaríkjadali eftir að greint var frá því að Beyoncé myndi ekki koma fram. Þá hefur meðalverðið á seinni helginni farið úr 856 Bandaríkjadölum í 834.

Coachella er stærsta tónlistarhátíð heims en einnig sú arðbærasta. Á síðasta ári voru gestir hátíðarinnar 200.000 talsins og námu sölutekjurnar 94 milljónum Bandaríkjadala eða um 10 milljörðum íslenskra króna.

Ekki liggur fyrir hver mun fylla í skarð Beyoncé á Coachella.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK