Buffett bjartsýnn á efnahaginn

Warren Buffett.
Warren Buffett. AFP

Bandaríski milljarðamæringurinn Warren Buffett hefur hvatt bandaríska fjárfesta til að halda ótrauðir áfram við að að skapa mikinn auð.

Fjárfestirinn sagði í árlegu bréfi sínu til hluthafa í fyrirtæki hans að bandarísk hlutabréf verði „nánast örugglega mun meira virði á komandi árum,“ að því er BBC greindi frá.

Hann minntist ekkert á Donald Trump Bandaríkjaforseta en hrósaði þó „bylgju hæfileikaríkra og metnaðarfullra innflytjenda“ sem hefðu hjálpað bandarískum efnahag að blómstra.

Buffett, sem studdi Hillary Clinton í forsetakosningunum í fyrra, ræddi heldur ekkert um stefnumál Trumps.

Samkvæmt bréfinu lítur Buffett bjartsýnum augum á bandarískan efnahag og bætti hann við að „börn sem eru fædd í Bandaríkjunum í dag eru heppnasti hópurinn í sögunni“.

Hlutabréf í fyrirtæki Buffetts, Berkshire Hathaway, sem á hlutabréf í Apple, Coca-Cola og fjórum stærstu bandarísku flugfélögunum, hafa hækkað um 15% að undanförnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK