Eigendur Primark bjartsýnir

Til stendur að opna nýjar Primark-verslanir í Lundúnum, Belgíu, Spáni …
Til stendur að opna nýjar Primark-verslanir í Lundúnum, Belgíu, Spáni og Bandaríkjunum næstu þrjá mánuðina. Af vefsíðu Primark.

Eigendur bresku tískukeðjunnar Primark segja engin merki um það að breskir neytendur séu að eyða minna og spá þeir því að sölutekjur fyrirtækisins aukist um 11% fyrstu mánuði ársins. Primark er í eigu félagsins Associated British Foods sem opnaði 16 nýjar Primark-verslanir í Bretlandi, Bandaríkjunum og Evrópu á síðasta ári.

BBC segir frá þessu og vitnar í fjármálastjórann John Bason sem segir ráðstöfunartekjur Breta meiri nú en fyrir ári. Að sögn félagsins stendur Primark sig vel og stendur nú til að opna nýjar verslanir í Lundúnum, Belgíu, Spáni og Bandaríkjunum næstu þrjá mánuðina.

Hins vegar varaði félagið við því að lágt gengi pundsins gæti haft neikvæð áhrif á hagnað Primark. Pundið hefur fallið um 16% á móti Bandaríkjadalnum síðan kosið var um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu í júní á síðasta ári og 10% gagnvart evrunni. Það gerir það að verkum að dýrara er fyrir fyrirtæki að flytja inn vörur.

BBC vitnar í Kate Ormrod, sérfræðing hjá GlobalData, sem segir lága verðlagningu Primark veita keðjunni ákveðna sérstöðu en sagði jafnframt mikilvægt fyrir Primark að haldast í tísku. Nefndi hún keppinauta Primark eins og boohoo.com og Missguided í þessu samhengi og sagði mikilvægt fyrir keðjuna að vera með puttann á púlsinum þegar kemur að hönnun og vöruþróun.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK