Minna keypt af dýrum verkum

Verk Claude Monte, Meule.
Verk Claude Monte, Meule. Af vef Christie's

Listaverkasala dróst umtalsvert saman í heiminum á síðasta ári, sér í lagi sala á mjög dýrum listmunum. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Artprice en samkvæmt þeim hefur Kína skipað sér í efsta sæti listans á nýjan leik.

í ársskýrslunni kemur fram að alls seldust listmunir fyrir 12,5 milljarða Bandaríkjadala, sem svarar til 1.358 milljarða króna, á uppboðum á síðasta ári sem er 22% lægri fjárhæð en árið 2015 er listaverkasalan nam alls 16,1 milljarði dala.

Mjög hefur dregið úr sölu á dýrustu verkunum en á síðasta ári seldust 80 listaverk á yfir 10 milljónir Bandaríkjadala samanborið við 160 árið á undan. 

Verk Peter Paul Ruben, Lot and his daughters.
Verk Peter Paul Ruben, Lot and his daughters. Af vef Christie's

Dýrasta verkið sem seldist á uppboði í fyrra var verk Claude Monet, Meule, sem fór á 81,4 milljónir Bandaríkjadala og verk Peter Paul Ruben, Lot and his Daughters, sem var selt á 58,1 milljón dala. Bæði verkin voru seld á uppboði hjá Christie's.

Japanskur safnari keypti verk eftir Jean-Michel Basquiat á 57,3 milljónir Bandaríkjadala og verk Wassily Kandinsky, Rigid and Curved frá árinu 1935, var selt á 23,3 milljónir Bandaríkjadala.

Eftir að hafa verið á toppi listans sem helsti listaverkamarkaður heims í fimm ár í röð féll Kína í annað sætið árið 2015 þegar Bandaríkin tóku við forystuhlutverkinu. En í fyrra náði Kína á toppinn á ný en þar seldust listaverk fyrir 4,8 milljarða Bandaríkjadala á uppboðum í fyrra. Það eru 38% af heildarsölunni á uppboðum í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK