Hleðslan getur enst í mánuð

Nýja útgáfan fer í sölu síðar á þessu ári.
Nýja útgáfan fer í sölu síðar á þessu ári. AFP

Ný útgáfa af Nokia 3310 var kynnt til sögunnar í gær. Upphaflega útgáfan kom út árið 2000 og varð einn vinsælasti farsími fyrirtækisins frá upphafi. Nýja útgáfan mun kosta 49 evrur og fer á markað seinna á árinu. Hleðslan á rafhlöðu símans getur enst í allt að mánuð miðað við 11 daga hjá eldri útgáfunni.

Nokia 3310 var tekinn úr framleiðslu árið 2005 en þá höfðu 126 milljón eintök af honum verið framleidd. 3310 var þekktur fyrir góða rafhlöðu og endingu en ekki síður fyrir hinn goðsagnakennda leik Snake.

Hægt verður að komast á netið í símanum með 2,5G tengingu en ekki er hægt að tengjast þráðlausu neti. HMD Global, eigandi Nokia og framleiðandi nýja símans, segir hann hannaðan fyrir þá sem vilja eiga aukasíma, helst til þess að hringja og senda skilaboð.

Hægt verður að fá nýja 3310-símann í nokkrum litum, t.d. þeim sama dökkbláa og upphaflega útgáfan en einnig í rauðum, gulum og gráum. Þá verður nýja útgáfan með litaskjá og örlítið þynnri en upphaflega útgáfan.

Nýi síminn var kynntur á farsímaráðstefnu í Barcelona í gær. Fyrirtækið sýndi einnig nýja snjallsímalínu Nokia sem samanstendur af símunum Nokia 3, 5 og 6.

Vonast er til þess að nýju vörurnar ýti undir sölutekjur félagsins. Ekki er langt síðan Nokia var mest áberandi farsímaframleiðandi heims en missti marga viðskiptavini til Apple og Samsung við snjallsímavæðinguna.

Arto Nummela, forstjóri HDM Global, kynnir nýja símann í gær.
Arto Nummela, forstjóri HDM Global, kynnir nýja símann í gær. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK