8,6 milljarða halli á vöruskiptum

Útflutningur á sjávarafurðum dróst verulega saman í janúar enda stóð …
Útflutningur á sjávarafurðum dróst verulega saman í janúar enda stóð verkfall sjómanna allan mánuðinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fluttar voru út vörur fyrir 37,6 milljarða króna og inn fyrir 46,2 milljarða króna fob (49,3 milljarða króna cif) í janúar. Vöruviðskiptin í janúar voru því óhagstæð um 8,6 milljarða króna.

Í janúar 2016 voru vöruviðskiptin óhagstæð um 671 milljón króna á gengi hvors árs. Vöruskiptajöfnuðurinn í janúar 2017 var því 7,9 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður, segir í frétt Hagstofu Íslands.

Í janúar 2017 var verðmæti vöruútflutnings 8,3 milljörðum króna lægra, eða 18,1%, á gengi hvors árs, en í janúar árið áður. Aðallega dróst útflutningur á sjávarafurðum saman vegna áhrifa af verkfalli sjómanna.

Í janúar 2017 var verðmæti vöruinnflutnings 338 milljónum króna lægra, eða 0,7%, á gengi hvors árs, en í janúar 2016. Innflutningur á neysluvörum dróst saman en á móti jókst innflutningur á flutningatækjum.

Vísitala framleiðsluverðs hækkaði um 0,8% milli desember 2016 og janúar 2017. Afurðir stóriðju hækkuðu um 1,5% (Áhrif á vísitölu 0,5%) en annar iðnaður lækkaði um 2,5% (-0,5%). Matvæli lækkuðu um 0,3% (-0,1%) og sjávarafurðir hækkuðu um 2,9% (0,9%).

Miðað við janúar 2016 hefur vísitala framleiðsluverðs lækkað um 5,3%. Þar af hefur verð sjávarafurða lækkað um 8,0% og annar iðnaður lækkað um 12,2%. Sé horft til þess hvort afurðirnar eru fluttar út eða seldar innanlands hafa útfluttar afurðir lækkað um 6,0% á einu ári, en verð afurða seldra innanlands hefur lækkað um 3,5%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK