Afkoma CCP aldrei betri

Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP.
Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP. Ljósmynd/Arnar Valdimarsson

Tölvuleikjaframleiðandinn CCP hagnaðist um 21,5 milljónir Bandaríkjadala á síðasta ári eða um 2,3 milljarða íslenskra króna. Það er aukning milli ára en 2015 hagnaðist fyrirtækið um 20,67 milljónir Bandaríkjadala. Samkvæmt tilkynningu frá CCP hefur afkoma fyrirtækisins aldrei verið betri.

Tekjur fyrirtækisins námu 86 milljónum Bandaríkjadala eða því sem nemur 9,2 milljörðum íslenskra króna. Það er töluverð aukning milli ára en árið 2015 voru tekjur fyrirtækisins 65,7 milljónir Bandaríkjadala.

EBIDTA var 38,9 milljónir Bandaríkjadala miðað við 30,9 árið áður. Eignir fyrirtækisins námu 83 milljónum Bandaríkjadala eða 8,9 milljörðum íslenskra króna miðað við 79,8 milljónir Bandaríkjadala árið 2015. Eigið fé var 41 milljón Bandaríkjadala miðað við 35,5 milljónir árið 2015.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK