Fyrrverandi starfsmaður Tesla kærir kynferðislega áreitni

AFP

Verkfræðingur sem starfaði hjá rafbílaframleiðandanum Tesla hefur stefnt fyrirtækinu vegna kynferðislegrar áreitni sem hún varð fyrir við störf sín. Hin 33 ára gamla AJ Vandermeyden sakaði stjórnendur Tesla um að hunsa ásakanir hennar um stöðuga áreitni sem olli henni „andlegum þjáningum“ og „niðurlægingu“.

Frétt Fortune. 

Lögmenn Vandermeyden halda því fram að litið hafi verið fram hjá henni og öðrum kvenkyns verkfræðingum hjá fyrirtækinu þegar kom að stöðuhækkunum þótt þær væru „jafnhæfar eða hæfari“ en mennirnir sem hlutu þær. Þá er því einnig haldið fram að Vandermeyden hafi orðið fyrir aðkasti í vinnunni, eins og óviðeigandi köllum, flauti og blístri.

Jafnrétti kynjanna hjá tæknifyrirtækjum í Bandaríkjunum hefur verið til umræðu síðustu misseri eftir að fyrrverandi verkfræðingur hjá Uber deildi svipaðri reynslu og Vandermeyden. Hefur hún sakað stjórnendur Uber um karlrembu og er rannsókn á því máli hafin.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK