88% aukning milli mánaða

Mest voru viðskipti með bréf Marel en þau námu 17.634 …
Mest voru viðskipti með bréf Marel en þau námu 17.634 milljónum, þá Icelandair Group en þau námu 13.052 milljónum, viðskipti með bréf N1 námu 8.412 milljónum, Haga 6.741 milljónum og viðskipti með bréf Símans námu 6.457 milljónum. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Heildarviðskipti með hlutabréf í Kauphöllinni í febrúar námu 85.245 milljónum eða 4.262 milljónum á dag. Það er 88% hækkun frá fyrri mánuði, en í janúar námu viðskipti með hlutabréf 2.272 milljónum á dag.  Þetta er 67% hækkun á milli ára.

Mest voru viðskipti með bréf Marel en þau námu 17.634 milljónum, þá Icelandair Group en þau námu 13.052 milljónum, viðskipti með bréf N1 námu 8.412 milljónum, Haga 6.741 milljónum og viðskipti með bréf Símans námu 6.457 milljónum.

Þá hækkaði úrvalsvísitalan OMXI8 um 0,3% á milli mánaða og stendur nú í 1.725 stigum.

Á Aðalmarkaði Kauphallarinnar var Landsbankinn með mestu hlutdeildina eða 26,8%,  Arion banki var með 21,0% og Fossar markaðir með 16,9%.

Í lok febrúar voru hlutabréf 20 félaga skráð á Aðalmarkaði og Nasdaq First North á Íslandi. Nemur heildarmarkaðsvirði skráðra félaga 1.011 milljarði króna samanborið við 1.014 milljarða í janúar.

Heildarviðskipti með skuldabréf námu 85 milljörðum í síðasta mánuði sem samsvarar 4,3 milljarða veltu á dag. Þetta er 9% hækkun frá fyrri mánuði en 17% lækkun frá fyrra ári.

Alls námu viðskipti með ríkisbréf 68,6 milljörðum, viðskipti með bankabréf námu 8,3 milljörðum, og viðskipti með íbúðabréf námu 4,0 milljörðum.

 Á skuldabréfamarkaði var Íslandsbanki með mestu hlutdeildina eða 21,4% ,Arion banki með 19,4% og Landsbankinn með 16,5%.

Aðalvísitala skuldabréfa, NOMXIBB, hækkaði um 0,3% í febrúar og stendur í 1.255 stigum.  Óverðtryggða skuldabréfavísitala Kauphallarinnar, NOMXINOM, hækkaði um 1,9% og sú verðtryggða,  NOMXIREAL, lækkaði um 0,4%.                               

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK