Costco í málaferlum vegna golfbolta

Costco hóf í fyrra að framleiða og selja Kirkland golfkúlur sem nutu gríðarlegra vinsælda. Eftir að kúlurnar fengu góðar umsagnir hjá ýmsum fagaðilum seldust þær upp og voru fjarlægðar af heimasíðu fyrirtækisins í lok síðasta árs eftir að verksmiðjan annaði ekki eftirspurninni. Stykkið kostaði 1,25 Bandaríkjadali, eða 137 krónur.

Nú hefur Costco stefnt Acushnet sem framleiðir Titleist golfkúlur og krefst viðurkenningar á því að Costco hafi hvorki brotið á hugverkarétti Acushnet né verið með villandi auglýsingar. Í stefnunni segir að viðurkenningin sé nauðsynleg í ljósi ásakana Acushnet sem komu fram í bréfi fyrirtækisins til Costco.

Auglýsingarnar sem Acushnet taldi villandi sögðu að gæðin í golfkúlum Costco væru jafn mikil eða meiri en í golfkúlum landsþekktra vörumerkja. Í stefnunni vísar Costco til þess að þetta hafi komið fram í umsögn ýmissa fagaðila um vöruna.

Þá telur Acushnet að golfkúlur Costco séu of líkar Tilleist-kúlunum í lögun og ýmsum smáatriðum. Costco neitar þessu alfarið.

Titleist golfkúla
Titleist golfkúla Ernir Eyjólfsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK