Sveik út 11 milljarða af stórfyrirtækum

Litháenskur maður hefur verið ákærður fyrir að svíkja 100 milljónir Bandaríkjadala, eða um 11 milljarða króna, í gegnum tölvupóst af tveimur bandarískum stórfyrirtækjum. 

Maðurinn þóttist verða asískur framleiðandi. Hann blekkti hann starfsmenn fyrirtækjanna og fékk þá til að millifæra pening á eigin reiknin að því er BBC hefur eftir bandarískum embættismönnum. Ekki var gefið upp hvaða fyrirtæki þetta eru en þeim er lýst sem bandarískum fyrirtækjum með alþjóðlega starfsemi. Annað þeirra starfar við samfélagsmiðla.

Haft er eftir starfsmönnum dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna að líta megi á málið sem áminningu um að háþróuð fyrirtækið geti einnig lent í nethröppum.

Maðurinn sem hefur verið ákærður heitir Evaldas Rimasauskas og er 48 ára gamall. Hann var handtekinn í Litháen í síðustu viku og stóðu blekkingarnar yfir frá 2013 til 2015.

Hann skráði fyrirtæki í Litháen undir sama heiti og asískur framleiðandi notar. Opnaði hann síðan nokkra reikninga í nafni fyrirtækisins í nokkrum fjármálastofnunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK