Sýnir vankanta við áætlanagerð

Sigrún Ásta Magnúsdóttir, sérfræðingur í hagdeild Íbúðalánasjóðs.
Sigrún Ásta Magnúsdóttir, sérfræðingur í hagdeild Íbúðalánasjóðs.

Talning Samtaka iðnaðarins á íbúðum í byggingu sýnir að spár síðustu ára um fjölda nýbygginga hafa ekki gengið eftir. Byrjað hefur verið að byggja 438 færri íbúðir á höfuðborgarsvæðinu í ár heldur samtökin spáðu fyrir ári síðan. Ein helsta skýringin er talin vera sú að langan tíma hefur tekið að koma sumum byggingarverkefnum af stað jafnvel þótt byggingarleyfi liggi fyrir.

Hagdeild Íbúðalánasjóðs telur að talning Samtaka iðnaðarins varpi ljósi á mikilvægi bættrar áætlanagerðar í húsnæðismálum hér á landi.

Áætlunargerð í húsnæðismálum sé eitt af nýjum hlutverkum Íbúðalánasjóðs en með nýlegum breytingum á lögum um húsnæðismál var sjóðnum falið að aðstoða sveitarfélög landsins við gerð húsnæðisáætlana. Hluti af þeirri vinnu er að spá fyrir um húsnæðisþörf á komandi árum og sýna fram á langtímaáætlanir um uppbyggingu húsnæðis. Í áætlununum er stuðst bæði við gögn um þróun eftirspurnar og ýmsa aðra þætti sem hafa áhrif á framgang uppbyggingar húsnæðis. Vonast er til þess að með því að deila upplýsingum og þekkingu milli sveitarfélaga megi koma í veg fyrir að sambærilegt ástand skapist í framtíðinni þar sem verulegur skortur er á húsnæði.

Þörf á minni íbúðum

Sigrún Ásta Magnúsdóttir, sérfræðingur í hagdeild Íbúðalánasjóðs, segir niðurstöðurnar úr talningu Samtaka iðnaðarins sýna skýrt að áætlanagerð hafi verið ábótavant. Sveitarstjórnarmenn byggi ákvarðanir sínar um skipulag, úthlutanir lóða og uppbyggingu innviða á spám og afar mikilvægt sé að þær séu áreiðanlegar.

Við sjáum að margt er athugavert við þróun framboðs á húsnæðismarkaði. Ekki eru byggðar nægilega margar íbúðir en einnig hafa aldrei verið byggðar jafn stórar íbúðir og á síðustu 5 árum. Þetta er á sama tíma og kallað er eftir hagkvæmari íbúðum sem fyrstu kaupendur og aðrir með lægri- og meðaltekur hafa efni á að kaupa eða leigja,“ segir Sigrún Ásta.

„Við teljum að bætt áætlanagerð þurfi að koma til og þeir sem taka ákvarðanir sem hafa áhrif á verð og framboð húsnæðis séu betur upplýstir. Áreiðanlegar upplýsingar um stöðu húsnæðismála í hverju sveitarfélagi fyrir sig og eftirspurn eftir húsnæði er lykilþáttur í því að stuðla að stöðugleika og sjá til þess að framboð húsnæðis mæti eftirspurn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK