Túristanammi á þreföldu verði

Lundaegg og hraunglæður eða Djúpur og Möndlur?
Lundaegg og hraunglæður eða Djúpur og Möndlur? Mynd/Must see in Iceland

Ferðamenn eru varaðir við mörg hundruð prósenta verðmun á sælgæti á heimasíðu Must See in Iceland.

Bent er á að poki af Möndlum kosti 215 krónur í Bónus en að hægt sé að fá sama magn af sama nammi undir vörumerkinu „Lava Sparks“ eða „hraunglæður“ á 990 krónur í svokölluðum lundabúðum. Verðmunurinn er 360%.

Þá hefur nammið Djúpur verið markaðssett sem Icelandic Puffin Eggs, eða lundaegg, fyrir túristabúðirnar. Munurinn felst í umbúðunum og verðinu. Í Bónus kostar pokinn af Djúpum 298 krónur en lundaeggin kosta hins vegar 990 krónur. Verðmunurinn: 232%.

Þá er einnig varað við namminu „Icelandic Horse Doo Doo“ eða hestaskít. Það er sambærilegt nammi og Sterkar Djúpur en á vörunum er 298% verðmunur. Túristanammið kostar 990 krónur en í Bónus kostar hefðbundna framleiðslan 249 krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK