Landamæri verslunar að hverfa

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gísladóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gísladóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Neytendur eru hættir að virða landamæri verslunar heldur panta vörur þaðan sem þær eru ódýrastar. Þessi þróun mun aukast frekar en minnka að mati Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Hún hvatti kaupmenn til að fylgja þróuninni og taka þátt í stafrænu byltingunni á fundi Samtaka verslunar og þjónustu í dag.

Þórdís benti á að sterk staða krónunnar gerði það að verkum að ódýrara væri orðið fyrir almenning að kaupa vörur erlendis frá. Íslenskir kaupmenn ættu orðið í harðri samkeppni við erlend fyrirtæki. Samkeppni sem gæti verið erfið í ljósi þess að margar erlendar verslanir geta haldið verði niðri í krafti stærðarhagkvæmninnar.

Þórdís sagði að almennt væri ekki talið að stafræn verslun muni ryðja þeirri hefðbundnu úr vegi. Heldur frekar að þetta yrði samofið og hvatti hún verslunarmenn til að laga sig að breyttum þörfum neytenda. Sagði hún jafnframt æskilegt að efla gagnaöflun og tölfræðigreiningu á þessu sviði til upplýsingar fyrir greinina.

Þórdís segir tækifæri til framfara liggja í gegnum bætt aðgengi fyrir neytendur. Kaupmenn ættu að gera neytendum kleift að skoða vörur á netinu og panta á einfaldan hátt. Þannig mætti gera ráð fyrir að ný störf verði til innan greinarinnar við tækniþróun og nýsköpun.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK