Hlutabréf HB Granda falla

mbl.is/Styrmir Kári

Hlutabréf HB Granda hafa lækkað um tæp 4% í viðskiptum morgunsins og nemur velta með bréfin rúmum 133 milljónum króna. Félagið tilkynnti í morgun að það myndi draga veru­lega úr eða hætta kaup­um botn­fisks á fisk­markaði sökum lélegra rekstrarhorfa.

Í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar sagði að útlit væri fyr­ir tap af land­vinnslu botn­fisks og væri fé­lagið að bregðast við því. 

Lítil viðskipti hafa annars verið í Kauphöllinni í morgun.

Hlutabréf Fjarskipta hafa þó hækkað um 1,62% en bréf Skeljungs hafa lækkað um 1,27%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK