Óttalausa stúlkan verður áfram

Styttunni var ætlað að vekja at­hygli á skert­um hlut kvenna …
Styttunni var ætlað að vekja at­hygli á skert­um hlut kvenna í fjár­mála­geir­an­um.

Styttan af óttalausu stúlkunni verður á Wall Street út febrúar 2018. Upphaflega átti að fjarlægja hana 2. apríl en henni var komið fyrir á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars.

Líkt og mbl greindi frá í morgun hafa töluverðar deilur verið um áframhaldandi veru styttunnar í fjármálahverfinu. Fjöldi fólks hefur skrifað undir áskorun til borgarstjóra um að leyfa henni að vera og aðrir eru ósammála. Segja hana gefa nautinu fræga sem hún stendur andspænis aðra merkingu.

Nú hefur Bill de Blasio borgarstjóri New York staðfest að styttan verði áfram og út febrúar 2018. Vísaði hann til þess að styttan hefði orðið kveikja að heitum umræðum um stöðu kvenna í atvinnulífinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK