Aðalfundur SA í beinni

Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, mun flytja sitt síðasta ávarp …
Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, mun flytja sitt síðasta ávarp sem formaður samtakanna, en hann gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins fer fram í Hörpu í dag frá 14 til 16. Á fundinum verður nýr formaður samtakanna kynntur, en Björgólfur Jóhannsson sem hefur gegnt embættinu síðustu fjögur ár gefur ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. Eyjólfur Árni Rafnsson hefur tilkynnt um framboð sitt til formanns.

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, ávarpar fundinn, sem og Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og stjórnarformaður Fjarskipta, Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans og Stefanía G. Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri CCP á Íslandi.

Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu á vefnum nema fyrir utan erindi ritstjóra Economist vegna réttindamála. Í stað þess verður áhorfendum á vefnum boðið upp á hægvarp frá Reykjavíkurhöfn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK