Ekki með hag sjúklinga í fyrirrúmi

Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi formaður SA.
Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi formaður SA. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Það er makalaust að hugmyndafræðileg afstaða skuli koma í veg fyrir að gerðir verði samningar við einkareknar heilbrigðisstofnanir, sem geta hjálpað til við að stytta biðlista eftir ýmsum aðgerðum.

Þetta sagði Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi formaður SA, í síðasta formannsávarpi sínu á ársfundi SA í dag. 

Björgólfur sagði svo virðast sem heilbrigðisráðherra hafi ekki hag sjúklinga í fyrirrúmi þegar hann kannar ekki hvort unnt sé að gefa þeim, sem eiga rétt á aðgerðum erlendis, kost á að fá þær hér á landi. „Með því mætti stytta biðlistana og auka lífsgæði sjúklinganna,“ sagði hann. „Í nágrannalöndunum tíðkast að leita  hagkvæmustu leiða til að veita þjónustuna. Þar er viðurkennt að hagkvæmur rekstur er undirstaða velferðarinnar óháð því hver veitir þjónustuna“.

Björgólfur benti á að Landspítalinn hefði fengið milljarða króna í auknar fjárveitingar á síðustu árum. Ríkið og viðsemjendur þess hafi ákveðið að langstærstur hluti þessa fjár skuli renna í vasa starfsfólks en ekki til þess að bæta þjónustu við sjúklinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK